Á góðum stað við ána!

Gott er á hljóðum kyrrlátum kvöldum að sitja við fallegan veiðistað og horfa í strauminn. Þá fær maður það oft á tilfinninguna að eilífðin sjálf taki sálina í faðminn og beri hana að óskalöndum. Ungir og óreyndir veiðimenn sjá framtíðarvonir sínar speglast í straumnum bláa, en þeir fullvaxta, gjarnan bernskulönd sín. Þar er svo komið að þyrnarnir eru horfnir af rósunum rauðu og flest er betra en það var í raun og veru. Það getur vart sakað, því það er af hinu góða.     

Veiðiheimar, október 2023

Byggt á skrifum Björn J. Blöndal úr “Vinafundir” kafli – Lax bls.109