Echo flugustangir

Flugustangir frá Echo hafa vakið mjög mikla athygli hér á landi síðustu misserin.

Stangirnar þykja mjörg ódýrar miðað við gæðin, sem eru mikil. Það er Bandaríkjamaðurinn Tim Rajeff sem er hönnuður Echo flugustanganna. Hann hefur gríðarlega reynslu þegar flugustangir eru annars vegar. Tim starfaði um áratug hjá G. Loomish og var þar allt í öllu áður en hann ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki í kringum Echo vörumerkið. Echo framleiðir einnig mjög góð fluguhjól á frábæru verði. Það hefur ávallt verið aðalmarkmið Tim´s að veiðimenn fái sem mest fyrir þann pening sem þeir verja til kaupa á vörum fyrir fluguveiði.

Óhætt er að fullyrða að óvíða fái veiðimenn meira fyrir peninginn. Reyndir veiðimenn og leiðsögumenn hafa margir líst yfir mikilli ánægu með Echo stangirnar og furðað sig á verðinu. Líftsíðarábyrgð er á stöngunum.

Gylfi Kristjánsson leiðsögumaður er einn þeirra sem hafa notað Echo stangirnar og er mjög sáttur: “Ég hef nú þegar prófað einar sjö útgafúr af Echo stöngunum og þær hafa gjörsamlega heillað mig. Þetta eru hreint frábærar stangir í alla staði og maður er á fá trúlega mikið fyrir peninginn”, segir Gylfi.

Högni Harðarson leiðsögumaður hefur einnig tekið ásfóstri við Echo stangirnar og segir þær ótrúlega góðar: “Verðið á stöngunum er alveg ótrúlegt miða við öll þessi gæði og svo er lífstíðarábyrgð að auki. Ég hef veitt mikið með dýrari stöngum í gegnum árin og geri engan greinarmun á þeim og stöngunum frá Echo,” segir Högni.

Echo stangirnar fást hjá Krafla.is (s. 698-2844), í Veiðflugum og hjá Veiðiríkinu á Akureyri. Vera kann að fleiri verslanir bætist í hópinn innan skamms.