Lykkja í stað hnúts

Í einum af ferðum mínum í Laxá í Mývatnssveit, þegar ég hóf að stunda andstreymisveiði að kappi, lærði ég að veiða með lykkju. En hvað er nú það? 

Það var hann Gísli Rafn Árnason sem kenndi mér þetta “tricks”. Í stað þess að festa kúlupúpu með hnúti í tauminn er hún bundin í lykkju og látin vera laus þannig að hún geti færst fram og til baka. Þetta gefur henni aukið líf í vatni og líkist hún jafnvel lifandi agni. Þörf er á að nota sterkan taum, mæli með “fluorocarbon” en hef komist upp með að nota venjulegan Kamasan eða Seaguar. Oft er égþá með tvær flugur í einu og jafnvel báðar í lykkju.

Svínvirkar!