Púpurnar hans Sveins Þórs

Það má sannarlega segja að púpurnar hans Sveins Þórs Arnarsonar á Akureyri hafi skipað sér stóran sess hjá stangveiðimönnum á Íslandi. Þær þykja ótrúlega veiðnar; eru flestar þyngdar með þungsteini og ná því vel til fisksins þegar andstreymisveiði er beitt. Hvort heldur sem er, urriði eða bleikja, þá eru þær ómissandi og einnig nýtast þær til að egna fyrir laxi.    

Púpurnar hans Sveins eru flest allar með kúluhaus, einkar vel hnýttar og endingargóðar. Notast er við ofurlím þannig að þær þola mikið álag og vel tennta fiska. Lagt er í að hafa þær þungar; uppbyggðar með þungsteinsþynnum og ósjaldan með “tungstein” kúlum. Þannig að þær sökkva á miklum hraða niður í hröðustu strengi. Sveinn segist svo bæta við litlu atriði sem hann er tregur að gefa upp “ég set í margar þeirra efni sem endurvarpa útfjólubláum geislum eða þá sérkennileg glitefni sem virka vel í sólskini eða ákveðnum birtuskilyrðum. 

Röndin 

Þessi fluga hefur reynst mörgum stangveiðimönnum vel, sérstaklega í silungsveiði. Hún er einstaklega skæð í urriðaveiði í Laxá í Þingeyjarsýslu. 

Rollan    

Frábær fluga í hvort tveggja bleikju og lax. Galdurinn er skottið, sérstaklega á rauðu útgáfunni en þar notar Sveinn við ull sem fæst ekki hér á landi 

Glóðin 

Þessi er fyrst og fremst sjóbleikjufluga sem glóir í vatni í sólskini. Hún er til í ýmsum litum og útgáfum 

 Pheasant Tail 

Þessi Útgáfa Sveins á Pheasant Tail má segja að sé ein sú besta sem þekkist. Hún hefur reynst ótrúlega vel í Laxá í Þingeyjarsýslu og einnig má segja allstaðar, jafnt í ám og vötnum t.d. Þingvallavatni. Sveinn segist oft velja hana sem sýna fyrstu flugu. 

Högni Harðarson: Ávallt með 15 stk í boxinu. Bráðnauðsynleg í Laxá, þarf varla að notast við annað

Gulltoppur

Veiðir jafnt sjóbleikju, lax og sjóbirting. Hana tók risalax í Fljótaá, sem var á að giska um 20 pund, en hafði betur í baráttu sem tók 45 mínútur