Silungaflugur fyrr á öldum

“Gerfiflugum var á þessum tíma skipt í tvo aðalflokka. Í öðrum flokknum, voru svokallaðar “Dry-flies”, eða þurrflugur. Með þeim var veitt á yfirborði vatnsins, og til þess að þær sukku ekki var notuð sérstök ólíutegund, sem borin var á fjaðrirnar. Þessar flugur voru eins nákvæm stæling af hinum náttúrulegu flugum eins og hægt var að útbúa. Þær eru mikill hluti af fæðu silungsins. Þessar þurrflugur reyndust þó frekar illa hér á landi og var aðal ástæðan talin sú, að veiðimenn hafi ekki reynt þær til þrautar og ekki kunnað þá aðferð sem þarf til að nota þær. Í hinum flokknum voru svokallaðar “Wet-flies” eða votflugur. Með þeim var fiskað bæði í yfirborði vatnsins og undir, og þær látnar sökkva misjafnlega djúpt undir vatnsyfirborðið, eða eftir því sem silungurinn tók helst fluguna hverju sinni. Þessar flugur voru taldnar frábrugðnar hinum, þar sem þær voru ekki stæling af náttúrulegum flugum heldur settar saman af misjafnlega sterkum litum til þess að ginna silunginn” “Hinir ýmsu hlutir flugunnar voru nefndir á ensku: Tail, Body, Hackles, Wings and Heal (Hali, búkur, hálsfjaðrir, vængir og höfuð). Í vængina, halan og fæturna voru notaðar fjaðrir af ýmsum fuglategundum t.d. hænsnum, fasanfuglum, stokköndum, urtöndum, álftum og gæsum. Í búkinn var notuð ull, litað selshár og einnig gull- og silfurvírar. Votflugur (Wet-flies) voru flestar með enskum nöfnum, sem annaðhvort tengdust þeirri fuglategund sem fjaðrirnar voru af eða efninu og litnum í búknum. Sumum var þó gefið sérstök skírnarnöfn eða nefndar sérstökum nöfnum. Hér á eftir fara nokkur dæmi: Mallard & Claret: Þar sem búkurinn er vínrauður og fjaðrirnar í vænginn teknar af “Mallard” eða stokkönd. Teal & Red: Búkurinn er ljósrauður og fjaðrirnar í vængjunum af “Teal” eða urtönd, o.s.frv. Flugur sem ganga undir skírnarnöfnum eru t.d. Alexandra, Butcher, Bloody Butcher (Hinn blóðugi slátrari!), Peter Ross og Black Zulu. Síðan eru það flugur sem svoru nefndar, oft eftir frægum persónum, og má þar taka dæmi um hina gömlu og sígildu Jenny Lind.
Bloody Butcher 
Algengustu flugustærðirnar voru nr. 10, 11, 12, 13 og 14, en eins og við veiðimenn þekkjum í dag eru stærðir 11 og 13 ekki lengur á markaðinum. Flestar þær flugur sem fluttar voru til landsins á þessum tíma komu frá einum þekktasta og stærsta framleiðanda heimsins á þessum tíma Messrs Hardy´s Bros (Ingólfur Einarsson (1940) “Silungaflugur” Úr Veiðimanninum, 1 hefti, Ísafoldar- prentsmiðja, bls. 20 & 21).