Snælda

Frægasta og vinsælasta íslenska laxveiðiflugan er eflaust Snælda sem hann Grímur heitinn Jónsson hnýtti fyrst eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hún hefur verið notuð út um allan heim til veiða á laxi og sjóbirtingi. Það var um 1990, þegar fréttast fór af Snældu meðal íslenskra veiðmanna, að Grímur fékk einkaleyfi á henni. Það var Bjarni Ingvar Árnason, veiðifélagi Gríms til margra ára, sem gaf henni nafn eftir að hafa þrautprófað hana með tilraunaveiðum í hinum ýmsu ám. Þannig er að frambyggði vængurinn á flugunni gerir það að verkum að hún snýst í vatninu. 

Upprunalega flugan, með rauðgulum, gulum og svörtum framvæng; Þýska afbrigðið, er sú sem hefur náð mestri frægð og er notuð víða annars staðar en á Íslandi t.d. á Kólaskaga í Rússlandi, Noregi og í Skotlandi. Það voru íslenskir veiðimenn sem báru hróður Snældunnar til Rússlands. Það afbrigði sem fengsælast var í Rússlandi er með glitaugum á hausnum og svokölluðu “krinkle flash” í vængi. 

Breskir og bandarískir stangveiðimenn komust fljótt að eiginleikum Snældunnar, enda mokveiddu íslenskir félagar þeirra á hana í rússneskum ám og einnig þeim íslensku. Snælda er nú hnýtt í ýmsum litaafbrigðum, m.a. með svörtum og bláum væng eða grænum og gulum væng, einnig koparlitaðar eða bara einlitaðar svartar og rauðar. Það nýjasta er Tiger & Dreka Snældur, með gúmmíþreifurum sem gera þær veiðilegri.        

Dreka Snældur eru svakalega veiðnar og fást í Veiðiflugum á Langholtsvegi