
Sum fá neistann en í öðrum brennur bál
Hátt í tvö hundruð ungmenni á Akureyri hafa á undanförnum árum útskrifast úr valáfanganum Fluguhnýtingar og stangveiði. Kennslan fer fram í Brekkuskóla, það er að segja bóklegi hlutinn og fluguhnýtingakennslan.