Frábær dagur á enda – fyrsti dagurinn gaf yfir 140 fiska

 „Þetta var meiriháttar dagur en það veiddust yfir 140 fiskar í dag  og  þetta er ein besta opnun í langan tíma“ sagði Bjarni Júlíusson hættur að veiða í dag, er við ræddum við hann í gærkveldi rétt um níu leytið.  En synirnir voru ennþá að og fiskur ennþá að veiðast. Þessi byrjun á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu er ein sú besta og ekki skemmdi frábært veðurfar fyrir í allan dag.

Mynd 2

„Það eru alla vega komnir 20 fiskar í kvöld en veiðin er ótrúleg í allan dag og fiskur á flestum stöðum,“ sagði Bjarni ennfremur. 

Árni Friðleifsson var á veiðislóðum á urriðasvæðinu í dag og það gekk líka vel hjá honum en með honum var Jóhann Jón Ísleifsson. „Þetta var sturlaður dagur hérna í urriðanum„ sagði Árni undir kvöld í gær og það eru orð að sönnu.

Mynd. Hann er á en fyrsti dagurinn gaf yfir 120 fiska.  Mynd Bjarni.

Mynd 2. Árni Friðleifsson og Jóhann Jón Ísleifsson  með einn góðan. 

Veiðar · Lesa meira

Laxá í Mývatnssveit