Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja undurfagurt umhverfi og mikið af urriða er Mývatnssveitin rétti staðurinn. Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök: Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og lygnir hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga nokkurn spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Mest allt sumarið er veitt í 2-3 daga hollum, en stakir dagar hafa einnig verið í boði. Meðalveiði síðustu ára er um 3000 urriðar.
Risaurriði úr Laxá í Mývatnssveit
Eins og veiðimenn sem hafa sótt heim Mývatnssveitina vita, þá hefur meðalstærð fiska þar farið vaxandi. Kristján Jónsson hefur stundað svæðið lengi og oft fengið væna fiska en aldrei ævintýri