Laxá í Mývatnssveit

Norðausturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

29 maí – 26 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

59000 kr. – 63500 kr.

Tegundir

Veiðin

Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja undurfagurt umhverfi og mikið af urriða er Mývatnssveitin rétti staðurinn. Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök: Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og lygnir hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga nokkurn spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Mest allt sumarið er veitt í 2-3 daga hollum, en stakir dagar hafa einnig verið í boði. Meðalveiði síðustu ára er um 3000 urriðar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Í húsinu eru 13 tveggja manna herbergi og 5 eins manns herbergi. Þar er setustofu og stór matsalur þar sem matur er framreiddur á hlaðborði. Góð vöðlugeymsla og aðgerðaraðstaða er í veiðihúsinu. Við húsið er fínasti heiti pottur.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 1 urriða á vakt. Öllum fiski undir 35 cm skal sleppt og skylt er að sleppa 60 cm urriða og stærri

Veitt er á 14 dagstangir (eitt svæði er ávallt hvílt)

Kort og leiðarlýsingar

Keyrt er yfir Fljótsheiði á leið austur frá Akureyri. Þegar komið er niður af heiðinni er tekin hægri beygja í átt að Laugum (vegur 1) og keyrt sem leið liggur í átt að Mývatni. Fljótlega eftir að farið er framhjá bænum Helluvaði er beygt til vinstri og keyrt yfir brú á Laxá, veiðihúsið blasir nú við á vinstri hönd og er beygt að því á sama stað of farið er að Hofstöðum.

Veiðisvæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Samtals eru svæðin 8 talsins

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: um 60 km, Akureyri: 67 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 455 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 67 km um Vaðlaheiðargöng

Áhugaverðir staðir

Skútustaðagígar: 6 km, Dimmuborgir: 16 km, Grjótgjá: 20 km, Jarðböðin: 20 km og Námaskarð hverir: 23 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vefsala svfr

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 14:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Laxá í Mývatnssveit

Skítakuldi og veiðimenn flúnir heim

Það er sannkallað vetrarveður í Mývatnssveitinni og flestir úr hollinu sem ættu að ljúka veiðum um hádegi á morgun eru farnir til að komast suður áður en heiðarnar lokast! Það

Lesa meira »

Flottir fiskar á urriðasvæðinu

Veiðin á urriðasvæðinu í Þingeyjarssýslu hefur verið góð það sem af er veiðitímanum og veiðimenn verið að fá fína veiði. þeir hafa að veiðast vel vænir og stórir og einn

Lesa meira »

Fengu yfir tvö hundruð fiska í gær

„Það hefur verið ævintýraleg veiði í dag og það veiddust hátt í 200 fiskar í dag, þetta gengur mjög vel,“ sagði Þorsteinn Bachmann leikari, sem hefur verið við á urriðasvæðinu

Lesa meira »

Risaurriði úr Laxá í Mývatnssveit

Eins og veiðimenn sem hafa sótt heim Mývatnssveitina vita, þá hefur meðalstærð fiska þar farið vaxandi. Kristján Jónsson hefur stundað svæðið lengi og oft fengið væna fiska en aldrei ævintýri

Lesa meira »

Opnunarhollið skilaði um 500 fiskum

Opnunarhollið í urriðanum í Mývatnssveit var þrír og hálfur dagur. Hófst á sunnudagsmorgun og lauk á hádegi í gær. Við höfum flutt fréttir af mikilli veiði sem hollið lenti í.

Lesa meira »

Opnunarvakt í Mývatnssveit í sögubækur

Veiðin á opnunarvaktinni í Laxá í Mývatnssveit verður skráð í sögubækur. Árni Friðleifsson lögregluforingi veiddi Arnarvatnslandið í morgun og komu á land 25 fiskar þar á tvær stangir. Ljósmynd/ÁF mbl.is

Lesa meira »
Shopping Basket