Laxá í Mývatnssveit

Norðausturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

29 maí – 26 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

44000 kr. – 47200 kr.

Tegundir

Veiðin

Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja undurfagurt umhverfi og mikið af urriða er Mývatnssveitin rétti staðurinn. Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök: Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og lygnir hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga nokkurn spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Mest allt sumarið er veitt í 2-3 daga hollum, en stakir dagar hafa einnig verið í boði. Meðalveiði síðustu ára er um 3000 urriðar.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Í húsinu eru 13 tveggja manna herbergi og 5 eins manns herbergi. Þar er setustofu og stór matsalur þar sem matur er framreiddur á hlaðborði. Góð vöðlugeymsla og aðgerðaraðstaða er í veiðihúsinu. Við húsið er fínasti heiti pottur.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 1 urriða á vakt. Öllum fiski undir 35 cm skal sleppt og skylt er að sleppa 60 cm urriða og stærri

Veitt er á 14 dagstangir (eitt svæði er ávallt hvílt)

Kort og leiðarlýsingar

Keyrt er yfir Fljótsheiði á leið austur frá Akureyri. Þegar komið er niður af heiðinni er tekin hægri beygja í átt að Laugum (vegur 1) og keyrt sem leið liggur í átt að Mývatni. Fljótlega eftir að farið er framhjá bænum Helluvaði er beygt til vinstri og keyrt yfir brú á Laxá, veiðihúsið blasir nú við á vinstri hönd og er beygt að því á sama stað of farið er að Hofstöðum.

Veiðisvæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Samtals eru svæðin 8 talsins

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: um 60 km, Akureyri: 67 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 455 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 67 km um Vaðlaheiðargöng

Áhugaverðir staðir

Skútustaðagígar: 6 km, Dimmuborgir: 16 km, Grjótgjá: 20 km, Jarðböðin: 20 km og Námaskarð hverir: 23 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vefsala svfr

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 14:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Laxá í Mývatnssveit

Engin nýleg veiði er á Laxá í Mývatnssveit!

Shopping Basket