Risaurriði úr Laxá í Mývatnssveit

Eins og veiðimenn sem hafa sótt heim Mývatnssveitina vita, þá hefur meðalstærð fiska þar farið vaxandi. Kristján Jónsson hefur stundað svæðið lengi og oft fengið væna fiska en aldrei ævintýri eins og hann lenti í núna.  Hann var við veiðar í Sprengjuflóa þegar hann fékk 83 sm urriða sem er með þeim allra stærstu sem veiðsta hafa í Mývatnssveitinni í manna minnum.

Mikið hefur komið af fiskum um og yfir 70 sm í ár, en það er mjög sjaldgæft að fá fisk sem nær 80 sm.  Þessi fallegi fiskur fer því í sögubækur Mývatnssveitar sem einn allra stærsti fiskurinn sem veiðst hefur á svæðinu.

Vel er selt á svæðin, en hægt er að finna nokkrar lausar stangir á vefsölunni.

Ljósmynd/Kristján Jónsson með þann stóra

Veiðar · Lesa meira

Laxá í Mývatnssveit