40 til 50 laxar í Laxfossi í dag

„Já þetta er allt að koma hérna við Norðurá í Borgarfirði en áin hefur gefið um 47 laxa og það er farið að rigna hérna núna, þetta er bara fínt,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðurá í kvöld við spurðum um stöðuna.  En það hefur greinilega komið lax í stórstreyminu fyrir nokkrum dögum. Já laxveiðin togast áfram og eins árs laxinn fer vonandi að láta sjá sig í meira mæli, Brynjar Þór sá laxa í dag. „Ég sá 40 til 50 laxa í Laxfossi að ganga í dag og þetta fer allt að koma,“ sagði Brynjar enn fremur.

Eitthvað færri laxar hafa veiðst í Þverá og Kjarrá en í Norðurá, Blanda er róleg og Laxá í Kjós hefur gefið eitthvað af laxi. Á morgun opnar m.a. Laxá á Ásum en veiðin verið róleg á ósasvæðinu síðustu daga, fréttum við hjá veiðimönnum sem þar voru.
 

Mynd. Árni Friðleifsson með flottan lax úr Norðurá fyrir fáeinum dögum.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey