,,Ég var að landa laxi hérna í Affalinu og það eru laxar að stökkva hérna, það er töluvert líf hérna“ sagði Axel Ingi Viðarsson, er við heyrðum í honum á árbakkanum. ,,Þetta er hefur verið flott veiði hérna“ sagði Axel enn fremur og landaði laxinum skömmu seinna.
Affallið hefur gefið 230 laxa en í fyrra veiddust yfir 1700 laxar svo það má heldur betur spýta í veiðina í Affalinu, en veitt er á 4 stangir á svæðinu. Ef við skoðum næsta nágrenni, þá hefur Eystri Rangá gefið 2066 og Þverá í Fljótshlíð hefur aðeins gefið 75 lax, sem er miklu minni veiði en í fyrra.
Ljósmynd/Axell I. Viðarsson með lax úr Afallinu
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira