Affall í Landeyjum

Suðurland
Eigandi myndar: Kolskeggur
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 27 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá. Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast þar árlega um 700 – 800 laxar sem margir hverjir teljast stórlaxar. Þekktustu veiðistaðirnir eru Kanastaðahylur #60 en þar er efri sleppitjörnin og #10 sem er við neðri sleppitjörninina. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána og bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er staðsett á bænum Krossi að austanverðu við Affallið. Aðstaðan samanstendur af 5 svefnherbergjum fyrir 8 manns, rúmgóðri stofu og eldhúsi, salerni og sturtu. Veiðimenn mega koma klukkutíma fyrir veiði nema eftir 20.sept þá mega menn koma þegar veiði byrjar. Þeir þurfa að koma með eigin sængurver en sængur eru í húsinu. Gasgrill er til staðar og kælir undir afla. Segið veiðieftirliti frá ef eitthvað vantar eða er ábótavant við veiðihúsið. Brottfarardag skulu veiðimenn hætta veiðum klukkan 12:00!

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 4 laxa á stöng á vakt 69 cm og undir. Skylda er að sleppa löxum 70 cm og yfir í klakkistur. Áður en veiði hefst og þegar veiði er lokið skal mæta í veiðihús Veiðifélagsins við Eystri Rangá á svæði 4 en skráning afla fer fram þar í veiðibók.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er yfir Affallið á þjóðvegi 1 og beygt til hægri eða suðurs þegar komið er yfir brúna. Vegur 253 er ekinn niður að félagsheimilinu Gunnarshólma en í stað þess að beygja til vinstri að Bakka er keyrt beint áfram til suðurs að bænum Krossi, þar sem veiðihúsið er vinstra megin á bæjarhlaðinu.

Veiðisvæðið spannar um 20 km og er með 77 merkta veiðistaði

Her má sjá kort af svæðinu: Veiðkort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Áin er staðsett rétt austan Hvolsvallar og í um 120 km fjarðlægð frá Reykjavík

Veiðileyfi og upplýsingar

[email protected]  s: 793-7979

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Affall í Landeyjum

Affallið komið í 230 laxa

,,Ég var að landa laxi hérna í Affalinu og það eru laxar að stökkva hérna, það er  töluvert líf hérna“ sagði Axel Ingi Viðarsson, er við heyrðum í honum á

Lesa meira »
Shopping Basket