Affallið komið í 600 laxa – þetta var frábær veiðitúr

„Við vorum að koma úr Affalinu og fengum flotta veiði, það er mikið af fiski víða í henni,“ sagði Axel Ingi Viðarsson er við spurðum hann um veiðitúrinn sem hann var að koma úr og var á leiðinni í Hítará  daginn eftir.

„Affallið er skemmtilegt svæði og allir fengu fiska, flugan Frábær gaf vel af fiski í túrnum. Veiðin hefur gengið vel hjá mér í sumar og margir laxar komnir á land. Hítará er næst en þar fór ég fyrst í fyrra og sú laxveiðiá býður upp á ýmislegt fyrir veiðimenn,“ sagði Axel sem ætlaði örugglega að reyna fluguna Frábær en Hítará, sem er vatnsmikil eins og fleiri ár í næsta nágrenni við hana þessa dagana, eftir miklar rigningar.

Axel Ingi Viðarsson með flottan lax úr Affallinu, sem hefur gefið 600 laxa

Veiðar · Lesa meira

Affall í Landeyjum