,,Já það var fjör á Iðu-bökkum í Hvítá og allir að gera eitthvað, sagði Jón. K. B. Sigfússon er hann var við veiðar á Iðu fyrir skömmu og það veiddust laxar. En Jón hefur veitt þarna í 40 ár og þarna fékk hann maríulaxinn sinn, 22 punda og síðan hefur hann veitt marga, marga laxa.
,,Það voru allir glaðir í veiðinni og þegar var mætt í matinn voru allir verulega hressir. Orri er flottur en hann flutti laxinn á vörubílnum sínum. Já það er gaman af þessu en veiðin er búinn að vera þokkaleg í sumar þarna,, sagði Jón. ennfremur.
Meðalveiðin á Iðu er í kringum 300 til 500 laxar.
Ljósmynd – Það var nóg að gera hjá ungu veiðimönnum á veiðislóðum við Iðu.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira