Allt að komast á fleygiferð í Jöklu

„Þetta var frábær dagur í Jöklu og það var fjör, þetta er allt að koma,“ sagði Þröstur Elliðason við Holaflúðina í gær og bætti við; „tólf laxar komu á land og greinilegt að laxinn er að mæta með lækkandi vatni. Og fyrsti laxinn ofan Hólaflúðar kom líka á land í dag. Var það 90 cm hrygna og veiðimaðurinn var þá með litla einhendu fyrir línu 4!  Flestir voru vænir en einn smálax kom þó líka og fleiri sáust. Lofar það góðu að smálaxinn er að mæta nú þegar. Nokkrar myndir frá deginum fylgja hér með en spennandi dagar eru framundan hér í Jöklu,“ sagði Þröstur enn fremur.

Boltalax úr Jöklu í gær úr Hólaflúð

Veiðar · Lesa meira

Jökla