„Við mættum frekar seint og leituðum að veiðihúsinu, fundum það að lokum,“ sagði Niels Valur Vest, sem er við veiðar í Vatnsdalsá í Vatnsfirði og bætti við; „við drógum neðsta svæðið, ég og Guðdís fórum fyrir ofan brú vestan megin á veiðistað no sex, ég tók fyrsta rennsli og varð ekki var, svo tók elskan við og í öðru kasti „Bæng“ og hann er á, hún sallaróleg, landaði honum mjög faglega. Fiskurinn tekinn á heimagerða flugu, sem hefur fengið nafnið Romeo. Mikið vatn í ánni þessa dagana, við fengum einn lax í gær og fjórar bleikjur og núna í dag eru komnar 7 bleikjur, þetta gengur fínt,“ sagði Níels enn fremur.
Guðdís Eiríksdóttir með laxinn úr Vatnsdalsá í Vatnsfirði /Mynd: Niels
Veiðar · Lesa meira