Barmarnir fengu 19 laxa í Norðurá

„Þetta var frábær veiðitúr hjá Veiðifélaginu Börmunum og við fengum 19 laxa,“ sagði Anna Lea Friðriksdóttir sem var að koma úr Norðurá í Borgarfirði. En Veiðifélagið Barmarnir voru við veiðar í ánni allt skipað verulega hressum veiðikonum. En Norðurá er komin í 70 laxa sem verður að teljast ágætis byrjun og laxar að ganga á hverju flóði.

Anna Lea Friðriksdóttir fékk tvo laxa í Norðurá í hollinu

„Það er aðeins smálax að veiðast í hollinu en mest allt tveggja ára fiskur. Ég fékk tvo laxa og Dögg Hjaltalín veiðifélagi minn fékk líka tvo, misstum aðeins líka, þetta var stórskemmtilegur veiðitúr,” sagði Anna Lea enn fremur.

Opnunarhollið í Þverá í Borgarfirði endaði í 10 löxum en áin var vatnsmikil og lituð en er að sjatna. Í Kjarrá hefst veiðin 15. júní og verður spennandi að sjá hvernig veiðin byrjar þar.

Ljósmynd/Hressar veiðikonur við Norðurá með flottan lax

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey