Þessi fiskur veiddist í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag og er augljóslega eldislax. Það má meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka.
Hópurinn við ána landaði að minnsta kosti þremur öðrum löxum svipuðum að stærð. Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski” neðarlega, 80 til 90cm stórum.
Engar líkur eru á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendir því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi.
Veiðar · Lesa meira