Heldur áfram að setja í stórlaxa
,,Þetta var flott“ sagði laxahvíslarinn Nils Folmer Jorgensen sem veiddi stærsta laxinn á sumrinu á miðsvæði Jöklu á Sandárbrotinu í morgun. Fiskurinn mældist 102 sentimetrar og þriðji laxinn sem er yfir 100 sentimetra í sumar. Hinir veiddust í Laxá í Aðaldal og Eystri Rangá.
,,Þetta er góð byrjun á sumrinu“ sagði Nils sem á örugglega eftir að setja í stóra laxa í sumar, svipaða þeim sem hann landaði í Jöklu í morgun. ,,Ég fór í dag að skoða svæði tvö hérna í Jöklu eftir þetta í morgun“ sagðii Nils í lokin. Maðurinn sem endalaust leitar af stærri löxum. Hann hættir aldrei. ,,Þetta var frábært og gaman af þessu“ sagði Þröstur Elliðason en veiðin er að komast á fleygiferð í Jöklu eftir kakóið dögum saman.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira