Félagar í Fnjóská

Benjamín Þorri Bergsson sendi okkur þessar línur:

“Fór 16. júlí á svæði 1 í Fnjóská með félögum mínum, Eyþóri og Ívari. Það var líf og fjör hjá okkur, settum í fimm laxa en náðum því miður bara að landa einum. Sjálfur missti ég einn stóran, sennilega 90+. Við settum einnig í nokkurn fjölda af bleikjum og náðum átta á land. Sú stærsta var 62 cm og tvær voru 61 cm. Allar fengu þær líf”

Áin hefur nú skilað 20 löxum á land, sem þykir nú bara nokkuð gott miðað við hlýindin og vatnavöxtin sem hamlaði veiði í ánni um tvær vikur.

Ljósmynd/Vilhjálmur Stefánsson

Fnjóská