Fnjóská

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins. Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann. Göngur eru hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar. Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá. Um er að ræða spennandi kost, þar sem meðalþungi laxa er hár. Veitt er á átta stangir á fjórum svæðum og í Fnjóská er tilvalið að nota tvíhendur við veiðarnar. Seldir eru ýmist 2 dagar í senn, eða stakir hálfir dagar. Meðalveiði síðustu 10 árin er um 390 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Flúðasel er í landi Böðvarsness skammt neðan við mörk 2. og 3. veiðisvæðis. Húsin eru 5 samtals og er fyrirkomulagið á þá vegu að 3 hús hýsa 2 stangir hvert og er þar svefnpláss fyrir 4 í hverju húsi. Í fjórða húsinu er vöðlugeymsla í öðrum helming en hinn helmingurinn hýsir 1 stöng og eru þar 2 svefnpláss. Í Flúðaseli sjálfu eru svo 2 svefnpláss til viðbótar ásamt svefnlofti. Menn leggja sjálfir til allan sængurfatnað og handklæði, þrífa eftir sig og fara með allt rusl í gáma, sem t.d. eru við þjóðveginn a.m.k. á tveimur stöðum við ána.

Athugið að veiðihúsin eru eingöngu fyrir veiðimenn á svæðum 1-4 og aðeins er heimilt að nýta 2 svefnpláss fyrir hverja stöng

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána. Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Fnjóskár á fnjoska.is. Þar er einnig hægt að skoða veiði síðustu ára.

Leyfilegur hámarksafli á hverja stöng er 1 hængur, undir 70 cm,  á hálfum degi. Eftir það má veiða á flugu og sleppa

Kort og leiðarlýsingar

Ekinn er þjóðvegur 1 frá Akureyri til austurs, um Vaðlaheiðargöng, þar til komið er að brúnni yfir Fnjóská rétt neðan við Vaglaskóg. Farið er yfir brúna og stuttu síðar beygt til vinstri inn á veg 835, sem liggur niður Fnjóskadal til Grenivíkur. Veiðihúsin eru á hægri hönd 9 km frá þessum vegamótum.

Í Fnjóská eru 4 veiðsvæði, en á þeim eru samtals 68 merktir veiðistaðir (sjá hér)

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 26 km um Vaðlaheiðargöng, annars 43 um Fnjóskádalsveg

Reykjavík: 413 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 26 km

Áhugaverðir staðir

Prestsetrið Laufás s: 463-3196,  [email protected]

Nestisstaðir

Vaglaskógur og golfvöllurinn að Lundi: 19 km

Veiðileyfi og upplýsingar

fnjoska.is/permits

Stangaveiðifélagið Flúðir, upplýsingar og fróðleik má finna á vefsíðu félagsins; www.fnjoska.is.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Fnjóská

Félagar í Fnjóská

Benjamín Þorri Bergsson sendi okkur þessar línur: “Fór 16. júlí á svæði 1 í Fnjóská með félögum mínum, Eyþóri og Ívari. Það var líf og fjör hjá okkur, settum í

Lesa meira »

Glæðist í Fnjóská

Það er að lifna yfir Fnjóská eftir miklar leysingar undanfarnar tvær vikur. Áin er ennþá vatnsmikil og örlítil snjóbráð í henni en orðin vel veiðanleg og fiskur að koma inn

Lesa meira »

Lifnar yfir Fnjóská

Verulega hefur dregið úr leysingavatni í Fnjóská síðustu daga og er rennslið núna komið niður í 125 m3/sek og góður litur á vatninu. Veiðimenn sem hófu veiðar seinni partinn í

Lesa meira »
Shopping Basket