Glæðist í Fnjóská

Það er að lifna yfir Fnjóská eftir miklar leysingar undanfarnar tvær vikur. Áin er ennþá vatnsmikil og örlítil snjóbráð í henni en orðin vel veiðanleg og fiskur að koma inn á stórstreyminu. Í gær veiddist smálax á Malareyri og sást til fleiri þar sem og í Efra-Lækjarviki þar sem þeir voru að stökkva fossinn upp í Kolbeinspoll. Stóru bleikjurnar eru líka byrjaðar að láta sjá sig. Í gær komu að minnsta kosti 6 bleikjur á neðsta svæðinu sem voru á bilinu 48-59 cm.

Laxastiginn fylltist af möl í leysingunum en það hefur verið mokað upp úr honum aftur og hann hreinsaður og því greið leið fyrir fiskinn upp í á. Nokkuð öruggt er að einhverjir veiðistaðir hafi tekið breytingum í þessum látum en það er svo sem ekkert nýtt og eykur bara fjölbreytnina.

Ljósmynd: Daníel Hrafn með 58cm bleikju.  Tekið af facebook síðu Fnjóskár

Fnjóská