Fer í hóp þeirra stærstu á öldinni

Lax sem vigtaði rúm níu kíló, eða rúm átján pund veiddist í Elliðaánum í gær. Hann mældist 94 sentímetrar en grunur leikur á að hann geti verið 96 sentímetrar. Bjarki Bóasson veiddi fiskinn og naut aðstoðar Árna Kristins Skúlasonar.

Magnaður fiskur sem Bjarki Bóasson fékk í Kerlingaflúðum í gær. Mældur 94 sm og vigtaður rúm níu kg. Ljósmynd/Árni Kristinn Skúlason

mbl.is – Veiði · Lesa meira