Fimmtán laxar í Jöklu í gær

Veiðin er víða ágæt og stærsti straumur var í gær, en smálaxinn mætti láta sjá sig aðeins meira. Vatnshæðin er góð í ánum og allt getur gerst. Þar sem hægt er að fylgjast með laxinum mæta, eins og Elliðaánum, gengur hann grimmt á síðustu flóðum.

„Veiðin hefur verið fín hjá okkur þessa dagana en í gær veiddust fimmtán laxar,“ sagði Þröstur Elliðason við Jöklu en kalt hefur verið síðustu daga og það snjóaði í fjöll. En það seinkar líka yfirfallinu þegar kólnar svona mikið og kannski ekki góðar aðstæður til veiða.

„Það veiddust tveir 15 punda laxar, veiðin er bara góð þessa dagana,“ sagði Þröstur enn fremur.

Mynd: Nils Fokmer Jorgensen með flottan lax í Jöklu í gær

Veiðar · Lesa meira

Jökla