Fjörug fjölskylduferð í Straumana

„Veiðin gekk vel hjá hollinu í Straumana og lönduðum við 15 löxum,“ sagði Viktoría Sigurðardóttir sem var að koma úr skemmtilegri og fjörugri  fjölskylduferð í Straumana í Borgarfirði.

„Hver vakt skilaði vel af sér og var mikið líf í ánni. Þegar komið var að loka sprettinum, hálftími eftir af seinustu vakt, var ég staðráðin í að landa einum enn eftir að hafa misst einn í löndun stuttu áður og eru tilþrifin og æsingurinn vel sjáanleg á meðfylgjandi mynd. Bakkað í land með allt í keng, dottið í ána  á bólakaf (2x) svo rétt að hatturinn hélst þurr, en á land fór laxinn og var sigurinn þeim mun sætari fyrir vikið,” sagði Viktoría í lokin.Straumarnir hafa gefið 95 laxa það sem af er tímabilinu.

Ljósmynd/Fjör í Straumunum

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey