Fleiri og fleiri ungir veiðimenn landa fiskum

Fleiri og fleiri ungir veiðimenn byrja í veiðinni og landa flottum fiskum, hún Viktoria Stella 4 ára er í þeirra hópi. En hún er með veiðidellu og á sína eigin  bleiku stöng. En þessum fallega sjóbirting náði hún á maðk á fallegu bleiku stöngina sína fyrir skömmu. En á þessa sömu  stöng veiddi hún líka maríulaxinn sinn fyrir viku síðan á Gíslastöðum  í Hvítá og það er frábær árangur á nokkrum dögum.

Viktoría Stella hefur veitt nokkra silunga en þetta var fyrsti sjóbirtingurinn og laxinn hjá henni.  Og hún á eftir að veiða fleiri.

Það skiptir engu máli hvað maður er gamall , veiðin er fyrir alla, á öllum aldri. Sem betur fer fjölgar þeim sem byrja að veiða og fá sinn fyrsta fisk, til þess er leikurinn gerður. Fyrsti fiskurinn, fyrsta stöngin það er heila málið og komast í veiði með fjölskyldunni. Það skiptir öllu máli, til þess er leikurinn gerður.

Mynd. Viktoría Stella 4 ára er lunkinn með bleikju stöngina sína.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira