,,Það var ansi góð veiði í Mýrarkvísl um helgina“ sagði Ísak Matthíasson er við heyrðum í honum, nýútkomnum úr veiði. ,,Við pabbi voru að veiða þarna saman í fyrsta skipti, ég fór þó nokkra daga þarna í fyrra sumar með Valdimari Heiðari Valssyni og reyndum að mynda allt sem áin hefur upp á að bjóða og ég lærði í leiðinni svolítið á veiðisvæðin sem kom sér ansi vel.
Myndir: Ívar Matthíasson með flottan lax úr Mýrarkvísl sem var sleppt
Það er hægt að sjá myndbandið úr kvíslinni og fleiri ám undir CatchProduction á YouTube. Við vorum ekki lengi að átta okkur á því að það er nóg af fisk í ánni, þetta er lítil á og maður sér oft fiskinn sem maður er að kasta fyrir sem er alveg ótrúlega skemmtilegt, eins og margir eflaust vita.
Laxarnir voru þó ekki tilbúnir að bíta á hvað sem er en eins og stundum áður en okkur tókst að plata fjóra fiska til að taka flugurnar okkar og fleiri til að elta á öðru hundraðinu sem fékk hjartað til að taka þó nokkur aukaslög.
Hinn helmingurinn af hollinu gerði enn betur og stóðu sig frábærlega en það eru Þau Valgerður, Rúnar og strákarnir þeirra Eyþór og Ívar sem eru þrælsegir ungir veiðimenn með veiðidellu fyrir fimm manns,, sagði Ívar ennfremur.
Ljósmynd/Ívar Matthíasson
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira