Fyrsti hundraðkall sumarsins

Fyrsti hundraðkall sumarsins, eða lax sem nær máli upp á hundrað sentímetra eða meira, veiddist í gær. Nú eru síðustu dagar vorveiðinnar í Ölfusá og lýkur þeim kafla á morgun. En veiðimaður sem keypti sér sjóbirtingsleyfi í Ölfusá fékk allt fyrir peninginn í gær.

Hér er hrygnan sem flokkast sem fyrsti hundraðkall sumarsins. Mæld 100,5 sentímetrar og veidd í Ölfusá 8. júní. Ljósmynd/Sporðaköst

mbl.is – Veiði · Lesa meira