Fyrstu laxarnir á land í Langá á Mýrum

„Það er alltaf gaman að opna Langá á Mýrum og laxinn er mættur,“ sagði Jógvan Hansen við Langá á Mýrum sem opnaði í morgun. Það komu tveir laxar fljótlega á land, smálaxar en smálaxinn virðist vera mættur í árnar óvenju snemma.

Sigurjón Gunnlaugsson var að landa laxi númer tvö í ánni á Iðuna fluguna. „Þetta er alltaf skemmtilegt og laxinn verður borðaður í hádeginu með nýjum kartöflum,“ sagði Sigurjón sem ekki er óvanur að veiða fyrsta laxinn í Langá, þó gert það nokkrum sinnum áður.

Alla vega þrír laxar eru komnir á land.

Sigurjón með lax númer tvö í ánni

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey