Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með 93 skráða veiðistaði og á upptök sín í Langavatni 36 km frá sjó. Áin er miðlungsstór, allt aðgengi til fyrirmyndar og ætti veiði í Langá að henta flestum. Mikið af smálaxi gengur yfirleitt í ána, en stofninn þar er þekktur fyrir að vera sterkur frekar en mjög stór. Best er að veiða Langá með einhendu, flotlínu og litlum flugum því fiskur liggur oftar en ekki á frekar grunnu vatni. Takan er oft ævintýraleg en fiskurinn í Langá er dyntóttur og reynist stundum erfiður viðureignar.
Sextán laxar komu á land hjá Dollý
„Skemmtifélagið Dollý fór í sína aðra veiðiferð í Langá í síðustu viku. Veiðin var ágæt enda allar aðstæður með ágætum, veðrið temmilega veiðilegt og gleðin í fyrirrúmi,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir