Tveir laxar á land í Langá í morgun

Veiðin byrjaði í morgunsárið í Langá á Mýrum og núna þegar við heyrðum í veiðimönnum við ána fyrir nokkrum mínútum voru tveir laxar komnir á land. En það er veitt víða við ána og þeir frændurnir frá Færeyjum Jógvan og Fróði voru saman á svæði við Kattarfoss.

Addi Fannar og Sigurjón Gunnlaugsson með tvo fyrstu laxana

„Nei við erum ekki búnir að fá neitt ennþá en Fróði frændi segist bara vera með þara á stönginni, hann er alltaf á sjónum,“ sagði Jógvan Hansen við Kattarfossa og bætti við; „var að tala við liðið rétt áðan og það er komin fyrsti laxinn, hinir koma á eftir. Það er mikil fluga hérna við ána, helvíti mikil, það verður bara að reyna áfram, þetta kemur. En frábær morgun og bara gaman skal ég segja þér,“ bætti Jógvan við og hélt áfram að losa þarann af línu frændans.

Þeir frændurnir frá Færeyjum Fróði H Ísaksen og Jógvan Hansen við Langá í morgun

Mynd. Þeir frændurnir frá Færeyjum Fróði H Ísaksen og Jógvan Hansen við Langá rétt áðan. Þessir tveir Addi Fannar og Sigurjon Gunnlaugsson bara tveir á land ekki fleiri

Mynd: Addi Fannar og Sigurjón Gunnlaugsson með tvo fyrstu laxana

Veiðar · Lesa meira

Langá