Fyrstu laxarnir úr Grímsá

„Já við erum byrjaðir í Grímsá í Borgarfirði en veiðin hófst í morgun og það komu fjórir laxar á land,“ sagði Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa við Grímsá. Það eru erlendir veiðimenn sem opna ána þetta árið og það er rúmt um þá, en aðeins er veitt á 4 stangir í byrjun.
„Það eru bara fjórar stangir núna í ánni hjá þessum erlendu veiðimönnum. Tveir af þessum löxum voru tveggja ára fiskar en hinir minni, smálaxinn er greinilega að mæta í byrjun og þetta lítur bara vet út. Síðan opnum við næst Laxá í Dölum og þar hafa sést laxar fyrir nokkru,“ sagði Jón Þór enn fremur.

Engar fréttir hafa ennþá borist af Laxá á Ásum sem opnaði en þrír laxar eru komnir úr Blöndu og boltalax slapp þar af eftir 40 mínútna baráttu. 

Mynd: Fjör við Grímsá í Borgarfirði við opnun í morgun, þegar fyrstu fiskarnir komu á land.

,,

Veiðar · Lesa meira

Grímsá & Tunguá