Fyrstu laxarnir úr Jöklu

„Já fyrsti laxinn er kominn á land í Jöklu í morgun og það hafa veiðst nokkrir í viðbót,“ sagði Þröstur Elliðason en veiðin var að byrja í Jöklu í morgunsárið. „Það var Robertson frá Bretlandi sem veiddi fiskinn Í Skipalá og var fiskurinn 85 sentimetra.  Þetta er bara fín byrjun,“ sagði Þröstur með fyrsta laxinn.

Fyrstu laxarnir  úr Laxá í Dölum
„Það eru komnir tveir laxar á land  og tveir sluppu af, nokkrir silungar hafa líka veiðst, en það var Þórir Örn Ólafsson sem veiddi fyrsta fiskinn,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir sem veiddi annan laxinn í Laxá í Dölum á þessu sumri.

„Það eru ekki komnir margir laxar ennþá en veiðihúsið er „bjútifúl“ allt tekið í gegn í vetur og það er góð vatnsstaða í ánni,“ sagði Harpa ennfremur.

Harpa Hlín Þórðardóttir með annað laxinn í Laxá í Dölum

Mynd: Ásdis Jónsdóttir og Þórir Örn Olafsson með fyrsta laxinn í Laxá í Dölum

Veiðar · Lesa meira

Urriðafoss í Þjórsá