,,Gerðum flottan túr á Gíslastað í Hvítá á mánudag og þriðjudag þrátt fyrir mikið vatn og skýfall meirihlutan af tímanum“ sagði Ingvar Karl Hermannsson er við heyrðum í honum um veiðitúrinn.
,,Við náðum þremur löxum, tveimur sjóbirtingum og einum urriða, já og einni putta bleikju. Verð að segja frá smá fyndnu atviki þegar Kjartan Zeldu kóngurinn hringdi og skammaði mig fyrir að vera ekki að fà neitt. Farðu þarna og þarna og gerðu svona og svona, ég hugsaði hmm ég held nú að ég sé búinn að gera þetta en við skulum hlíða manninum.
Hálftíma seinna var ég búinn að landa tveimur löxum akkúrat þar sem hann sagði og eins og hann sagði. Ótrúlega magnað“ sagði Ingvar Karl enn fremur.
Ljósmynd/Ingvar Karl Hermannsson
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira