Hvítá er hrein jökulsá þar til þverárnar bætast í hana á leið til sjávar. Víðast eru þær góðar laxveiðiár og líka ósar þeirra, þar sem þær sameinast Hvítá. Gíslastaðir er fornfrægt veiðisvæði í Hvítá. Það er á vesturbakka árinnar, við Hestfjall. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og mörg ævintýrin orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingur aukist til muna.
Gíslastaðir að gefa flotta fiska
,,Gerðum flottan túr á Gíslastað í Hvítá á mánudag og þriðjudag þrátt fyrir mikið vatn og skýfall meirihlutan af tímanum“ sagði Ingvar Karl Hermannsson er við heyrðum í honum um