Flottir laxar á Gíslastöðum

Laxveiðin hefur verið skrítin í sumar, byrjaði rólega en er aðeins að koma til þessa dagana sumstaðar. Flestir laxarnir hafa veiðst í Þjórsá, síðan kemur Norðurá, Þverá og svo Haffjarðará sem er að komast í 300 laxa, sem er frábært í þessari fengsælu laxveiðiá.

Fyrir norðan hefur veiðin ekki náð sér á strik ennþá en allt er seinna á ferðinni þetta árið eins og laxinn vonandi. ,,Veiðin hefur verið róleg. Það hafa sést laxar alla daga frá opnun einhverjir misstir… þar á meðal þrír mjög stórir, enda geymir Hvítáin stóra laxa“ segir Einar Páll Garðarsson er við spurðum um Gíslastaði í Hvítá.

,,Nokkrir fiskar, silungar og laxar eru komnir í veiðibókina en vonandi fer fiskgengd að skána enda verið afspyrnu róleg víðast hvar. Gíslastaðir eru uppseldir þetta árið“ sagði Einar Páll enn fremur. – Hægt er að hafa samband við Palla í Bendi á [email protected] varðandi næsta ár.

Ljósmynd/Flott veiði fyrir nokkrum dögum á Gíslastöðum

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Hvítá – Gíslastaðir