„Þetta var frábær endir á veiðisumrinu í Andakílsá en við fengum sjö laxa og það var fiskur víða í ánni,“ sagði Anna Lea Friðriksdóttir sem var að koma úr Andakílsá í Borgarfirði. Áin hefur gefið heldur minni veiði en í fyrra en núna hafa veiðst 340 laxar. Í fyrra veiddust yfir 500 laxar eða nánar tiltekið 518, svo það munar töluverðu. En áin er öll að koma til eftir jarðraskið og er það verulegt fagnaðarefni.
„Veiðitúrinn var geggjaður og gaman að eiga við laxinn í ánni,“ sagði Anna ennfremur en hún er nýkomin úr Grænlandsferð á bleikjuveiðum. Þar var hörku kvennahópur við veiðar en Anna hefur einnig veitt víða í sumar ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Má Sigurðssyni og fengið flotta veiði í mörgum laxveiðiám.
Anna Lea Friðriksdóttir með lax úr Andakílsá /Myndir Hafsteinn
Veiðar · Lesa meira