Höfðingi úr Árbæjarhyl

Hann hefur svo sannarlega strítt veiðimönnum, sem hafa lagt leið sína í Elliðaárnar í sumar, stórfiskurinn í Árbæjarhyl. Sögur fara af því að menn hafi sett í hann en þær viðureignir þó verið stuttar.

En loksins tóks veiðimanni að sigra höfðingjan. Það var hann Hörður Birgir Hafsteinsson, sem átti síðdegisvakt í ánum í gær, sem setti í hann um kl. 18:00 og landaði nokkru seinna. Laxinn tók Munroe Killer #16 og var Hörður búinn að prófa gott úrval af flugum áður en hún fór undir og hann fékk höfðingjan til að taka. Hann var mældur 95 cm að lengd og mun vera einn af þeim stærri sem komið hafa upp úr Elliðaám.

Við óskum Herði til hamingju með fenginn!

Ljósmynd/Hörður Birgir Hafsteinsson með stórlaxinn – fengin af svfr.is. Textinn er byggður á frétt frá Ingimundi Bergssyni hjá SVFR

Elliðaár