Hvorki fallegt né rómantískt en virkar

Sæmundará í Skagafirði er mögnuð perla þegar kemur að laxveiði. Hún er ekki mikil um sig en fóstrar stórlaxastofn. Einn slíkur veiddist í vikunni og fleiri misstust. Sá sem landaði fyrsta hundraðkallinum í Sæmundará er Fannar Vernharðsson og hafði fyrr í sumar fengið þar 95 sentímetra lax.

Ljósmynd/GAG

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Sæmundará