Jæja, loksins er að rofa til á Jöklusvæðinu og fyrstu laxarnir komu á land í morgun. Snævarr leiðsögumaður þar fékk 80 cm hrygnu í fyrstu köstunum á Hólaflúð á Sunray Shadow. Stuttu síðar fékk Nils Jörgensen á Blöndubreiðu eina 77 cm hrygnu sem sést stökkva hér í stuttu myndbandi. Menn hafa svo orðið varir við lax upp á Jöklu II svo það er eitthvað komið upp eftir.Semsagt allt að koma þarna fyrir austan!
Strengir