Laxá er alltaf jafn skemmtileg

„Ég var að koma úr Laxá í Aðaldal og við fengum 6 laxa á þriggja daga vakt,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir sem var að koma úr veiðiferðinni, en þar hefur verið að gefa ágæta veiði. „Það voru erfið veðurskilyrði part af þessum dögum. Fengum stóra laxa og minni en mikið var af laxi um öll veiðisvæði, en þennan lax fékk ég á Eskeyjarflúð á sunry. Ég var í góðum félagsskap við veiðar í ánni og alltaf jafn skemmtilegt,“ sagði Halla Bergþóra enn fremur.

Laxá í Aðaldal hefur núna gefið 250 laxa.

Halla Bergþóra Björnsdóttir með laxinn á Eskeyjarflúð

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey