Laxi var landað eftir langa baráttu

Mikil þurrkatíð  hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi fir enda vildi veiðikonan ekki taka of fast á þessum stórfiski þar sem hún var ekki með taum fyrir svona átök. Laxinn tók í Myrkhyl (nr. 8) og stjórnaði hann ferðinni algörlega til að byrja með en hægt og rólega náði Hrafnhildur að smokra laxinum upp á Breiðuna (9) þar sem honum var landað innan um fjölda áhorfenda sem bar að garði til að fylgast með baráttunni. Það var erfitt að segja til um hvor var þreyttari eftir átökin, veiðikonan eða laxinn, þannig að ekki var farið í miklar myndatökur af veiðikonu og laxi.

Veiðar · Lesa meira

Langá