Laxinn er að hellast inn í Laxá í Leirársveit

„Já við vorum í Laxá í Leirársveit og þetta byrjaði ekki vel, mikil rigning og kakó á fyrsta degi en allt átti þetta eftir að breytast,“ sagði Guðlaugur P. Frímannsson er við heyrðum í honum og bætti við, „en daginn eftir lentum við Simmi í bingó veiði. En við áttum Laxfossi og við settum í sex laxa. Þetta  var eitthvað móment sem við lentum í og var frábært. Við misstum boltafisk eftir 50 mínútu baráttu og það var slagur kallinn minn. Fiskana fengum við alla á litinn sunray, þetta var bara veisla. Sumarið rétt að byrja og næst er það Sæmundará,“ sagði Guðlaugur ennfremur.

Sigmar Vilhjálmsson  með einn nýgengin

Veiðin hefur farið vel af stað í Laxá og ekki ólíklegt að áin sé komin í 50 til 60 laxa.

Þrír hressir á árbakkanum

Mynd. Guðlaugur P. Frímannsson með lax úr Laxfossi.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey