Laxinn sprautast inn en er alveg áhugalaus

„Við enduðum í tveim löxum en settum í fimmtán fiska en þeir tóku grannt.  Nýi laxinn, sem var að sprautast inn, er gjörsamlega áhugalaus að taka neitt,“ sagði Guðmundur Jörundsson þegar við heyrðum í honum í Flekkudalsá á Fellsströnd.

„Já fiskurinn tekur grannt það er alveg óhætt að segja það, mjög sérstakt,“ sagði Guðmundur enn fremur.

Það er sól þessa dagana og lítil rigning í kortunum, veiðimenn hafa verið að lenda í litlum tökum víða og fiskurinn bítur ekki á. Nýir fiskar, töluvert af þeim víða, virðast ekki áhugasamir um beituna.

Heyrðum í veiðimönnum í Hörðudalsá, þar var sól og lítið vatn, allt með kyrrum kjörum.  Eitthvað hefur veiðst í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum af bleikju en ekki er vitað um laxa ennþá.

Flugunni kastað fyrir fiska í Flekkudalsá á Fellsströnd

Veiðar · Lesa meira