Laxveiðin að lifna við

,,Þetta er allt að koma en veiðin hefur tekið verulega við síðustu daga eftir rólega byrjun“ sagði Haraldur Eiríksson við Laxá í Kjós en svo virðist  sem lax hafi gengið töluvert í Jónsmessustraumnum.

,,Það hafa verið fínar göngur síðustu tvo daga. Hollið sem byrjaði á hádegi í gær var með átta laxa fyrsta daginn á sex stangir. Þetta er allt að koma“ sagði Haraldur enn fremur.

,,Við fengum 6 laxa í opunarhollinu í Laxá í Dölum og sáum töluvert af fiski neðst í henni að ganga“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um fyrstu laxaana í Laxá í Dölum.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira