Líf og fjör við Elliðaárnar í morgun

Það var margt um manninn við opnun Elliðaánna í morgun en einn lax var kominn á land þegar síðast var vitað. Mikið hefur gengið af fiski síðustu daga í árnar og byrjun veiðitímans gæti orðið góð.  „Mér lýst vel á veiðisumarið,“ sagði Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Veiðar.is um veiðisumarið framundan. 

Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi ásamt Reykvíkingum ársins 2022 Kamilu Walijewska og Marco Pizzolato ásamt Jóni Þór Ólasyni formanni SVFR

Mynd. Einar Þorsteinsson kominn á bakkann. Fjör og margmenni við opnun Elliðaánna í morgun. Myndir María Gunnarsdóttir.

Kamila Walijewska mætt á bakkann
Gunnar Bender, ritstjóri Veiða.is með Einar Þorsteinsson í viðtali
Veiðimógúlarnir Kalli Lu og Bender ræða málin

Veiðar · Lesa meira

Elliðaár