Maríulaxinn kominn á land

Það hafa margir veitt maríulaxinn sinn þetta árið og fjöldi ungra veiðimanna í þeirra hópi. Fleiri og fleiri ungir veiðimenn bætast í veiðihópinn á hverju ári. Það er tilgangurinn með veiðinni. 

Fyrst við erum að tala um maríulaxa, sá að þegar ég  fletti veiðibókinni í Miðá í Dölum fyrir nokkrum dögum að þar  veiddust þrír maríulaxar sama daginn, vel gert!

Þetta er Einar Már Haukdal Frímannsson, hann veiddi maríulaxinn sinn í veiðiá, á Vatnsnesi, í Vestur Húnavatnssýslu. Laxinn tók maðk og eftir mörg stökk og mikil læti náði pabbinn að háfa fiskinn. Hann mældist 59cm og 4 pund.

Veiðimaðurinn var rosalega kátur með fiskinn og á örugglega eftir að veiða fleiri laxa.

 

Ljósmynd/Einar Már Haukdal Frímannsson 

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira