Í dag var SVFR með svo kallaðan ungmennadag í Elliðaánum, eins og undanfarin sumur. Ungum meðlimum félagsins býðst að koma og veiða eina vakt í þessari perlu Reykjavíkur. Fyrirkomulagið er þannig að 16 krakkar fá að veiða fjögur svæði á fimm tímum og mörg þeirra eru mætt til þess að reyna að ná Maríulaxinum.
Fyrri vaktin gaf 10 laxa og henni lauk með pylsuveislu við veiðihúsiið. Þar komu einnig þau sem veiddu seinni vaktina og fengu feður, mæður, afar og ömmur góð ráð frá þeim sem voru að ljúka vaktinni með pylsunni.
Síðan var dregið og ungir veiði drengir og stúlkur héldu vongóð af stað í einstaklega góðu, já, kannski of góðu, veðri.
Ljósmynd/Ragnar Ingi Indíönuson með Maríulaxinn
Veiðar · Lesa meira