Næst stærsti laxinn til þessa í sumar

Stóra-Laxá í Hreppum fór í 65 rúmmetra vatnsmagn í vikunni. Hún sjatnaði hratt og þá gerðust ævintýri. Nokkrir félagar sem voru þar við veiðar byrjuðu á að setja í og landa 96 sentímetra hrygnu úr Kálfhagahyl á svæði I og II. Það var glæsilegur fiskur.

Ljósmynd/Hermann Sigurðsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira

Stóra-Laxá I & II